Sport

Rústuðu Jets í nótt og sáu síðan sjálfir um sjónvarpsviðtalið eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Ingram bauð upp á hvert slanguryrðið á fætur öðru í viðtali sínu við Lamar Jackson eftir leikinn.
Mark Ingram bauð upp á hvert slanguryrðið á fætur öðru í viðtali sínu við Lamar Jackson eftir leikinn. Skjámynd/FoxSports

Baltimore Ravens liðið hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NFL-deildinni í nótt og liðið tryggði sigur í Norðurriðli Ameríkudeildarinnar með stórsigri á New York Jets. Það lá líka vel á stjörnum Hrafnanna í leikslok.Baltimore Ravens vann leikinn 42-21 og hefur þar með unnið tíu leiki í röð og 12 af 14 leikjum tímabilsins. Liðið vantar einn sigur í viðbót og þá væri liðið með heimavallarréttinn fram í Super Bowl, komist liðið alla leið.

Leikstjórnandinn Lamar Jackson steig eitt risaskrefi í viðbót nær því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar með því að eiga fimm snertimarkssendingar í leiknum og bæta einnig metið yfir flesta hlaupajarda hjá leikstjórnanda á einu tímabili.Lamar Jackson bætti met átrúnaðargoðsins síns Michael Vick en Lamar er kominn með 1189 hlaupajarda á leiktíðinni. Met Vick var 1039 jardar. Lamar hefur einnig sent 33 snertimarkssendingar á félaga sína sem er það mesta í deildinni í vetur.

Hlauparinn Mark Ingram átti einnig flottan dag og skoraði tvö af snertimörkum Ravens liðsins en alls skoruðu fimm mismunandi leikmenn Baltimore Ravens snertimörk eftir sendingar frá Lamar Jackson.Þeir Lamar Jackson og Mark Ingram voru teknir í sjónvarpsviðtal eftir leikinn og það breyttist seinna í það að sjónvarpskonan Erin Andrews steig til hliðar og Mark Ingram tók viðtalið sjálfur við Lamar. Það má sjá það hér fyrir neðan. Það má enginn missa af endinum á viðtalinu eða þegar Mark Ingram sendir boltann aftur niður upp í myndverið.

Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.