Haller sökkti Dýrlingunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað
Sigurmarkinu fagnað vísir/getty

Það var boðið upp á alvöru fallbaráttuslag í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Southampton fékk West Ham í heimsókn á St.Mary´s leikvanginn.Sebastian Haller fékk tækifærið í byrjunarliði Manuel Pellegrini og hann nýtti það þegar hann kom West Ham í 0-1 á 37.mínútu eftir undirbúning Michail Antonio og Pablo Fornals. Reyndist það að lokum eina mark leiksins. Southampton því enn í fallsæti með 15 stig en West Ham hefur fjórum stigum meira í 15.sæti deildarinnar en þetta var aðeins annar sigur West Ham í síðustu 11 deildarleikjum sínum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.