Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir fyrirtækið vilja nota jarðstrengi eftir fremsta megni. Hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. Í fréttatímanum segjum við einnig frá niðurstöðum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem bar ekki tilætlaðan árangur.

Þá verður rætt við formann samtaka fólks í fátækt sem segir einstæðar mæður áörorku vera í einna verstu stöðunni yfir hátíðarnar enda sé erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp áþað sama og önnur börn fái. Rætt verður einnig við verkefnastýru hjá Kvennaathvarfinu og í fréttatímanum hittum við fyrir ungan mann í Breiðholti sem síðustu sunnudaga hefur boðið gestum og gangandi upp á heimatilbúinn aðventugraut.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.