Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi má rekja til lífsstílsáhættuþátta, og þá sérstaklega lélegs mataræðis. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um ástand heilbrigðismála á Íslandi sem fjallað verður um í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar kemur fram að fjórði hver fullorðinn Íslendingur er með offitu og fimmti hver unglingur er of þungur.

Í fréttatímanum förum við líka yfir stöðuna á Alþingi en þar verður fundað frameftir í kvöld og tekist er á um hitamál í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þá tökum við landeiganda tali, sem segir mótstöðu hans við Blöndulínu þrjú ekki snúast um útsýni úr sumarbústaðnum hans. Gagnrýni á landeigendur hafi verið ómálefnaleg. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×