Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Á þremur mánuðum náði rannsóknarteymi að koma sér í mjúkinn hjá namibískum ráðamönnum með það markmiði að staðfesta ásakanir um að þeir hafi þegið mútur gegn kvóta. Þetta kemur fram í umfjöllun Al Jazeera um Samherjaskjölin.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Rætt verður við konu sem ólst upp hjá móður sem glímir við geðrænan vanda. Hún segir litla framþróun í málum barna í þessari stöðu á morgun árum og telur vanta stuðning. Dómsmálaráðherra segist treysta fólki til að velja sér og börnum sínum nöfn. Hún boðar fullt frelsi í þeim málum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Þá verður fjallað um bráðan rekstrarvanda hjá kirkjugörðum landsins og rætt við túlk sem mun flytja jólatónleika Baggalúts á táknmáli fyrir heyrnaskerta.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×