Tugir hitameta féllu í gær: „Óvenjuleg hlýindi í desember“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 10:15 Það var nú ekki beint sólríkt á höfuðborgarsvæðinu í gær en þó var hlýtt, líkt og víða um land. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira