Tugir hitameta féllu í gær: „Óvenjuleg hlýindi í desember“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 10:15 Það var nú ekki beint sólríkt á höfuðborgarsvæðinu í gær en þó var hlýtt, líkt og víða um land. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira