Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:26 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent