Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður og barn í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar skoðum við líka nýja skýrslu um barnabótakerfið á Íslandi, en samkvæmt henni styður kerfið hér aðeins við allra tekjulægstu hópana og er í raun fátækrahjálp en ekki almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og í hinum Norðurlöndunum.

Í fréttunum kynnum við okkur líka niðurstöður nýrrar PISA-könnunar, sem sýnir fram á lélega lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.