Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um mikla óánægju lækna á Landsspítalanum þar sem ákveðið hefur verið að skerða kjör þeirra sem nemur fastri yfirvinnu. Formaður læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna ákvörðunarinnar.

Við fjöllum um mótmælin í Frakklandi þar sem milljónir lögðu niður störf og mótmæltu á götum úti vegna breytinga sem Emmanuel Macron, Frakklandsforseti ætlar að gera á eftirlaunum þar í landi. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á samgöngur í borginni og þá hefur Eiffelturninn verið lokaðu almenningi. Óeirðir hafa brotist út, eldar kveiktir og skemmdir unnar.

Við höldum áfram umfjöllun okkar um mögulega framtíðar millilandaflugvöll í Hvassahrauni og segjum frá miklum breytingum sem fyrirhugaðar eru á Hlemmi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi, klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×