Enski boltinn

Segja E­ver­ton hafa sett sig í sam­band við Pochettino

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino var í Argentínu á dögunum þar sem hann skellti sér meðal annars á völlinn.
Pochettino var í Argentínu á dögunum þar sem hann skellti sér meðal annars á völlinn. vísir/getty

Blaðamaður The Times á Englandi, Paul Joyce, greinir frá því í morgun að Everton hafi sett sig í samband við umboðsfólk Mauricio Pochettino.

Everton leitar nú að næsta stjóra félagsins eftir að Marco Silva fékk sparkið í gærkvöldi eftir hörmulegt gengi liðsins að undanförnu en liðið situr í fallsæti.

Pochettino var rekinn frá Tottenham um miðjan nóvember en hann hefur verið í fríi í Argentínu. Nú vill Everton freista þess að fá hann til starfa á Goodison Park.

Telja má óraunverulegt að Pochettino verði næsti stjóri Gylfa Sigurðssonar og félaga en hann er talinn horfa til stærri félaga líkt og Manchester United.

Fyrr í dag var þó greint frá því að hann myndi ekki verða næsti stjóri Bayern Munchen samkvæmt heimildum Bild.

Everton mætir Chelsea á laugardaginn en harðjaxlinn og fyrrum leikmaður félagsins, Duncan Ferguson, stýrir liðinu í þeim leik.


Tengdar fréttir

Everton vill stjóra Shanghai SIPG

Sky Sports fréttastofan hefur það eftir heimildum sínum að efsti maðurinn á óskalista Everton yfir næst stjóra liðsins sé Vitor Pereira, þjálfair Shanghai SIPG.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.