Lífið

Fögnuðu með Frikka Dór og Indíönu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glæsilegir gestir fögnuðu útgáfu tveggja bóka.
Glæsilegir gestir fögnuðu útgáfu tveggja bóka.
Það var fjölmennt og góðmennt á Petersen svítunni síðastliðinn miðvikudag þegar Friðrik Dór Jónsson og Indíana Nanna Jóhannsdóttir héldu sameiginlegt útgáfuhóf fyrir nýútkomnar bækur sínar.Friðrik Dór var að senda frá sér bókina Léttir réttir Frikka sem er matreiðslubók fyrir byrjendur. Bókina vann hann í samstarfi við Matarmenn og fleiri góða gesti og er hún sérstaklega ætluð þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu.Indíana Nanna var að gefa út bókina Fjarþjálfun sem fjallar um allt sem viðkemur hreyfingu og heilbrigðum lífstíl. Bókin inniheldur kennslu á æfingum, æfingaplön, umfjöllun um mataræði og fleira. Bækurnar eru báðar gefnar út hjá útgáfunni Fullt tungl.Hér að neðan má sjá myndir úr teitinu.Indíana Nanna Jóhannsdóttir og Friðrik Dór sátt með kvöldið.
Tvær hressar í útgáfuteiti.
Handboltakonurnar Elva Þóra Arnardóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir sem leika báðar með Fram.
Frikki tók lagið.
Finnur Orri Margeirsson sem sést hér fyrir miðju er unnusti Indíönu.
Friðrik Dór og Jón Jónsson mættu með börnin.
Andrea Röfn Jónasdóttir mætti með drenginn.
Friðrik Dór með mömmu og pabba.
Fegurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir og unnusti hennar, Teitur Páll Reynisson, mættu með dóttur sína.
Óttar Snædal, Hannes Þór Halldórsson og Björn Bragi létu sig ekki vanta. Björn Bragi gefur bækurnar út.
Björn og Hannes eru miklir vinir Friðriks.
Indíana Nanna og Finnur Orri, leikmaður KR, með stráknum sínum.
Indíana fékk vinkonur sínar á svæðiðFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.