Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu að sögn yfirlögregluþjóns. Hann segir að umræða sé meðal barnaníðinga erlendis um myndefni af íslenskum drengjum. Tólf menn sæta nú rannsókn í tengslum við barnaníð hér á landi. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.Þá segjum við frá því að neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice sé mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál hafa komið til kasta lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Við greinum einnig frá því að hluti slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins upplifi sig ekki sem hluta liðsins vegna vaktakerfis sem þeir vinni á. Samskipti við yfirmenn séu líka erfið.Þá fjöllum við um klukkuna á Íslandi en hugmyndir hafa verið uppi um að breyta henni í takt við sólarlag. Heilbrigðisráðherra hefur afgreitt málið frá ráðuneytinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.