Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður sagt frá því að tvö heimilisofbeldismál komi að jafnaði upp á dag hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það sem af er ári eru málin orðin fleiri en sex hundruð og fjörutíu. Fyrir fimm árum voru þau tæplega þrjú hundruð.Við segjum einnig frá því að íslensk löggjöf þurfi að vera undir það búin að upp komi viðamikil barnaklámsmál hér á landi. Saksóknari segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær þau eigi eftir að koma upp.Við fjöllum einnig um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hittum hjón sem bjóða upp á gistingu í tjaldi í hlíðum Vaðlaheiðar og segjum frá því að jólatréssala er farin að glæðast enda ekki nema 17 dagar til jóla.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.