Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um mannslát í Úlfarsárdal fyrr í dag en fimm einstaklingar hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einnig verður rætt við íslenskt par sem komst naumlega út, ásamt tveimur ungum dætrum sínum, þegar hús þeirra í Suður Noregi brann á föstudag. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum.

Við segjum einnig frá því að kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og landlæknis fyrir helgi um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum.

Þá hefur aðaleigandi Icelandair hótels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. Þótt Grænlendingar virðist almennt fagna uppbyggingunni hefur staðsetning hótelsins vakið harðar deilur.

Þetta og meira til í kvöldfréttum sem verða á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×