Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um mannslát í Úlfarsárdal fyrr í dag en fimm einstaklingar hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einnig verður rætt við íslenskt par sem komst naumlega út, ásamt tveimur ungum dætrum sínum, þegar hús þeirra í Suður Noregi brann á föstudag. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum.

Við segjum einnig frá því að kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og landlæknis fyrir helgi um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum.

Þá hefur aðaleigandi Icelandair hótels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. Þótt Grænlendingar virðist almennt fagna uppbyggingunni hefur staðsetning hótelsins vakið harðar deilur.

Þetta og meira til í kvöldfréttum sem verða á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.