Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Rauð veðurviðvörun hefur verið sett á í fyrsta sinn og gildir hún fyrir norðurland vestra og strandir á morgun. Þá hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissuástandi á öllu landinu og búist er við versta veðri ársins. Farið verður ítarlega yfir stöðuna í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar sýnum við líka myndefni frá Nýja-Sjálandi, þar sem fimm hið minnsta fórust í eldgosi í gærkvöldi og kynnum okkur nýtt leikrit sem er á fjölunum í London. Leikritið fjallar um skákeinvígi aldarinnar, þar sem Spassky og Fischer áttust við í Reykjavík og eru tveir Íslendingar leiknar persónur í verkinu.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×