Innlent

Rauð veður­við­vörun þýðir meiri truflun fyrir sam­fé­lagið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun.
Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun. vísir/vilhelm

Almannavarnir og Veðurstofan funduðu síðdegis í dag vegna veðurofsans sem spáð er á morgun. Viðbragðsaðilar hafa undirbúið sig fyrir lægðina á morgun í allan dag.

„Eftir fund með almannavörnum og veðurstofu höfðum við samband við okkar fólk fyrst og fremst á norðurlandi og höfuðborgarsvæðinu þar sem morgundagurinn verður hvað verstur, fórum yfir málin og skipulögðum hvernig við gætum betur sett bjargir, tæki og mannskap til að vera viðbúin þessu,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

„Hins vegar, í gegn um SafeTravel verkefnið okkar höfum við verið að senda á ferðaþjónustuaðila og senda út upplýsingar og aðvaranir til þess að reyna að hægja á og stöðva flæði ferðamanna eins mikið og hægt er á þessum svæðum sem veðrið verður hvað verst,“ segir Jónas.

Þá segir hann óvissustigið vera í höndum ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á hverjum landshluta en það þýði einfaldlega að meiri vöktun þurfi.

„Rauð viðvörun hjá veðurstofu þýðir bara að það verður meiri áhrif á samfélagið, meiri truflun heldur en appelsínugul eða gul.“


Tengdar fréttir

Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun

Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×