Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostaður er þó mun hærri.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Tólf þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi. Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Einnig verður rætt við stofnanda nýrra samtaka sem eiga að vernda veika og aldraða, við fylgjumst með eftirmálum árásarinnar í Lundúnum, kynnum okkur fyrirhugaðar breytingar á lögum um leigubifreiðar og kíkjum í líkamsrækt fyrir fólk með slitgigt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×