Alþingi mátti ekki veita skólastjóra aðgang að upptökum af krökkum í kannabisneyslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 14:36 Kennararnir sögðust hafa staðið þrjá krakka að verki á lóð Alþingis við Templarasund við skrifstofur Umboðsmanns Alþingis. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Skólastjórinn óskaði eftir aðgangi að efninu eftir að kennarar við skólann sögðust hafa gripið þrjá nemendur í skólanum við vímuefnaneyslu á lóð Alþingis. Haft var samband við foreldra nemendanna þriggja en foreldrar eins þeirra höfnuðu að þeirra barn hefði tekið þátt í neyslunni.Fyrir vikið óskaði skólastjórinn eftir aðgangi að myndefni úr eftirlitsmyndavél úr garðinum og fékk. Vildi hann geta sýnt fram á þátttöku hvers og eins barns. Á myndefninu sást að börnin þrjú neyttu öll vímuefna.Skólastjórinn fékk að koma í heimsókn Persónuvernd barst ábending vegna málsins og leitaði í framhaldinu svara á skrifstofu Alþingis. Þar kom fram að skólastjóranum hefði verið neitað um aðgang upptaka úr kerfinu nema að undangenginni beiðni frá lögreglu. Skólastjórinn mætti hins vegar koma í heimsókn, sem hann og gerði, og sjá efni úr einni vél.Lögregla gerir reglulega upptækar kannabisplöntur í ræktun hér á landi.Fréttablaðið/StefánEngin afrit hafi verið gerð og upptökur ekki lengur til. Einnig segir að skrifstofa Alþingis hafi yfirfarið atvik málsins og farið yfir meðferð og eyðingu efnis úr öryggismyndavélum. Niðurstaða skrifstofunnar sé að um hafi verið að ræða undantekningu frá fastri framkvæmd. Í bréfinu segir jafnframt að þó að ljóst sé að leitast hafi verið við að verða við málefnalegum óskum skólastjórans hafi ekki verið gætt ákvæða persónuverndarlaga. Skrifstofan hafi endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun svo að atvik af þeim toga sem um ræðir í þessu máli gerist ekki aftur. Persónuvernd spurði í framhaldinu hvort skrifstofan hefði upplýst forsjáraðila nemendanna, samhliða skoðun myndefnis, um að skrifstofan hefði haft undir höndum myndefni sem sýndi neyslu kannabisefna. Í svari frá skrifstofunni kom fram að starfsmenn hafi ekki lagt mat á eða tekið afstöðu til þess sem fram kom á upptökunni eða verið í þeirri aðstöðu að geta fullyrt að um væri að ræða myndefni sem sýndi börnin neyta kannabisefna. Þá hefði skrifstofan ekki haft upplýsingar um hvað nemendurnir hétu eða forsjáraðila þeirra.Aðeins með leyfi fólks, persónuverndar eða lögreglu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að Alþingi hafi gerst brotlegt við persónuverndarlög þar sem segir að það efni sem til verður við rafræna vöktun verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt sé þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Fram kemur í niðurstöðunni að í ljósi þess að Alþingi hafi þegar endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga, sem aflað sé með rafrænni vöktun, til að koma í veg fyrir að atvik af þessum toga endurtaki sig sé ekki tilefni til að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þá kemur fram að meðferð málsins hafi tafist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Fíkniefnavandinn Persónuvernd Skóla - og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Skólastjórinn óskaði eftir aðgangi að efninu eftir að kennarar við skólann sögðust hafa gripið þrjá nemendur í skólanum við vímuefnaneyslu á lóð Alþingis. Haft var samband við foreldra nemendanna þriggja en foreldrar eins þeirra höfnuðu að þeirra barn hefði tekið þátt í neyslunni.Fyrir vikið óskaði skólastjórinn eftir aðgangi að myndefni úr eftirlitsmyndavél úr garðinum og fékk. Vildi hann geta sýnt fram á þátttöku hvers og eins barns. Á myndefninu sást að börnin þrjú neyttu öll vímuefna.Skólastjórinn fékk að koma í heimsókn Persónuvernd barst ábending vegna málsins og leitaði í framhaldinu svara á skrifstofu Alþingis. Þar kom fram að skólastjóranum hefði verið neitað um aðgang upptaka úr kerfinu nema að undangenginni beiðni frá lögreglu. Skólastjórinn mætti hins vegar koma í heimsókn, sem hann og gerði, og sjá efni úr einni vél.Lögregla gerir reglulega upptækar kannabisplöntur í ræktun hér á landi.Fréttablaðið/StefánEngin afrit hafi verið gerð og upptökur ekki lengur til. Einnig segir að skrifstofa Alþingis hafi yfirfarið atvik málsins og farið yfir meðferð og eyðingu efnis úr öryggismyndavélum. Niðurstaða skrifstofunnar sé að um hafi verið að ræða undantekningu frá fastri framkvæmd. Í bréfinu segir jafnframt að þó að ljóst sé að leitast hafi verið við að verða við málefnalegum óskum skólastjórans hafi ekki verið gætt ákvæða persónuverndarlaga. Skrifstofan hafi endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun svo að atvik af þeim toga sem um ræðir í þessu máli gerist ekki aftur. Persónuvernd spurði í framhaldinu hvort skrifstofan hefði upplýst forsjáraðila nemendanna, samhliða skoðun myndefnis, um að skrifstofan hefði haft undir höndum myndefni sem sýndi neyslu kannabisefna. Í svari frá skrifstofunni kom fram að starfsmenn hafi ekki lagt mat á eða tekið afstöðu til þess sem fram kom á upptökunni eða verið í þeirri aðstöðu að geta fullyrt að um væri að ræða myndefni sem sýndi börnin neyta kannabisefna. Þá hefði skrifstofan ekki haft upplýsingar um hvað nemendurnir hétu eða forsjáraðila þeirra.Aðeins með leyfi fólks, persónuverndar eða lögreglu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að Alþingi hafi gerst brotlegt við persónuverndarlög þar sem segir að það efni sem til verður við rafræna vöktun verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt sé þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Fram kemur í niðurstöðunni að í ljósi þess að Alþingi hafi þegar endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga, sem aflað sé með rafrænni vöktun, til að koma í veg fyrir að atvik af þessum toga endurtaki sig sé ekki tilefni til að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þá kemur fram að meðferð málsins hafi tafist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd.
Fíkniefnavandinn Persónuvernd Skóla - og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira