Innlent

Aust­læg átt og hvassast við suður­ströndina

Atli Ísleifsson skrifar
Á sunnudag og í næstu viku lítur út fyrir að hann leggist í norðanáttir og kólni talsvert á öllu landinu.
Á sunnudag og í næstu viku lítur út fyrir að hann leggist í norðanáttir og kólni talsvert á öllu landinu. vísir/vilhelm

Austlægar áttir verða ríkjandi fram að helgi, átta til átján metrar á sekúndu, þar sem hvassast verður við suðurströndina og fremur milt veður.

Í spá Veðurstofunnar segir að búast megi við dálítilli vætu sunnan- og vestanlands og sums staðar verði slydda í dag, en lengst af þurrviðri á Norður- og Austurlandi.

„Á sunnudag og í næstu viku lítur út fyrir að hann leggist í norðanáttir og kólni talsvert á öllu landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum, en skýjað N-land og þurrt að mestu. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Austan 5-13 m/s víða dálítil væta og hiti 1 til 6 stig, en hægara og þurrt NA til og hiti nálægt frostmarki.

Á sunnudag:
Hæg norðaustlæg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið, en bjartviðri SV-lands. Hiti nærri frostmarki.

Á mánudag:
Norðaustanátt og lítilsháttar rigning eða slydda NA til, en annars skýjað með köflum og stöku skúri eða él. Kólnandi veður.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Yfirleitt hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en stöku él nyrst og austast. Kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.