Innlent

Aust­læg átt og hvassast við suður­ströndina

Atli Ísleifsson skrifar
Á sunnudag og í næstu viku lítur út fyrir að hann leggist í norðanáttir og kólni talsvert á öllu landinu.
Á sunnudag og í næstu viku lítur út fyrir að hann leggist í norðanáttir og kólni talsvert á öllu landinu. vísir/vilhelm
Austlægar áttir verða ríkjandi fram að helgi, átta til átján metrar á sekúndu, þar sem hvassast verður við suðurströndina og fremur milt veður.

Í spá Veðurstofunnar segir að búast megi við dálítilli vætu sunnan- og vestanlands og sums staðar verði slydda í dag, en lengst af þurrviðri á Norður- og Austurlandi.

„Á sunnudag og í næstu viku lítur út fyrir að hann leggist í norðanáttir og kólni talsvert á öllu landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum, en skýjað N-land og þurrt að mestu. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:

Austan 5-13 m/s víða dálítil væta og hiti 1 til 6 stig, en hægara og þurrt NA til og hiti nálægt frostmarki.

Á sunnudag:

Hæg norðaustlæg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið, en bjartviðri SV-lands. Hiti nærri frostmarki.

Á mánudag:

Norðaustanátt og lítilsháttar rigning eða slydda NA til, en annars skýjað með köflum og stöku skúri eða él. Kólnandi veður.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Yfirleitt hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en stöku él nyrst og austast. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×