Lífið

Tíu áhrifavaldar sem sviðsettu myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þarna vantar heila byggingu á myndina en sú bygging er One World Trade Center. Sú bygging var tekin í notkun 2014 en þessi mynd var á Instagram árið 2017.
Þarna vantar heila byggingu á myndina en sú bygging er One World Trade Center. Sú bygging var tekin í notkun 2014 en þessi mynd var á Instagram árið 2017.
Kona að nafni Charlotte Dobre heldur úti YouTube-síðunni In form Overload og í einu af hennar nýjasta myndbandi má sjá tíu dæmi þar sem áhrifavaldar lagt töluvert á sig til að láta myndina líta vel út.

En ekki allir hugsa út í smáatriðin og eru því myndirnar sumar hverjar mjög athyglisverðar.

Um er að ræða erlenda áhrifavalda sem eru með tugir þúsunda fylgjenda. Sumir ganga það langt að hafa einfaldlega photoshopað sig inn á fallega myndir í París eða aðra áfangastaði. Þrátt fyrir að hafa jafnvel aldrei komið þangað.

Eins og áður segir eru dæmin tíu og eru þau nokkur frekar misheppnuð en sumir reyndu aftur á móti meðvitað að sýna fram fáránleika samfélagsmiðlana með því að birta myndir sem er heldur betur búið að eiga við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×