Bíl ekið inn í fiskbúð í þriðja sinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. nóvember 2019 20:00 Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíl var ekið inn í fiskbúð í Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem bíl er ekið inn í búðina. Viðskiptavinum og starfsfólki fiskbúðarinnar Hafberg var verulega brugðið þegar bíl var ekið í gengum glugga búðarinnar á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndbandi úr öryggismyndavél búðarinnar, sem horfa má á efst í fréttinni, brotnuðu meðal annars rúður. „Það eru mikil læti sem fylgja þessu þegar það fer svona rúða og veggur úr húsinu,“ segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi Fiskbúðarinnar Hafberg. Hann segir engum hafa orðið meint af. Setið hafi þó verið á borðum rétt hjá glugganum sem ekið var inn um. „Þetta hefði getað farið verr,“ segir Geir.Fólk sat skammt frá þar sem bílnum var ekið inn í búðina.Vísir/SigurjónÞetta er í þriðja sinn sem ekið er inn í búðina hans Geirs. „Ég hef lent í þessu tvívegis áður og það er skemmtilegt að segja það að í fyrra skiptið þá kom eldri maður og keyrði í gegn. Það var reyndar bara hinn glugginn þá. Hann keyrði alveg að kæliborðinu, opnaði hurðina, labbar að afgreiðsluborðinu og segir svo ég ætla að fá þrjár kinnar og hálft kíló af gellum. Hann var ekkert að átta sig á að hann hafi keyrt inn í verslunina. Hann hélt að hann væri bara í stæðinu,“ segir Geir. Aðspurður hvort hann sé ótrúlega óheppinn segir Geir að hann voni að þetta hafi verið í síðasta sinn sem bíl sé ekið inn í búðina. „Allt er þegar þrennt er. Þetta er bara búið,“ segir Geir. Samgönguslys Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíl var ekið inn í fiskbúð í Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem bíl er ekið inn í búðina. Viðskiptavinum og starfsfólki fiskbúðarinnar Hafberg var verulega brugðið þegar bíl var ekið í gengum glugga búðarinnar á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndbandi úr öryggismyndavél búðarinnar, sem horfa má á efst í fréttinni, brotnuðu meðal annars rúður. „Það eru mikil læti sem fylgja þessu þegar það fer svona rúða og veggur úr húsinu,“ segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi Fiskbúðarinnar Hafberg. Hann segir engum hafa orðið meint af. Setið hafi þó verið á borðum rétt hjá glugganum sem ekið var inn um. „Þetta hefði getað farið verr,“ segir Geir.Fólk sat skammt frá þar sem bílnum var ekið inn í búðina.Vísir/SigurjónÞetta er í þriðja sinn sem ekið er inn í búðina hans Geirs. „Ég hef lent í þessu tvívegis áður og það er skemmtilegt að segja það að í fyrra skiptið þá kom eldri maður og keyrði í gegn. Það var reyndar bara hinn glugginn þá. Hann keyrði alveg að kæliborðinu, opnaði hurðina, labbar að afgreiðsluborðinu og segir svo ég ætla að fá þrjár kinnar og hálft kíló af gellum. Hann var ekkert að átta sig á að hann hafi keyrt inn í verslunina. Hann hélt að hann væri bara í stæðinu,“ segir Geir. Aðspurður hvort hann sé ótrúlega óheppinn segir Geir að hann voni að þetta hafi verið í síðasta sinn sem bíl sé ekið inn í búðina. „Allt er þegar þrennt er. Þetta er bara búið,“ segir Geir.
Samgönguslys Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira