Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:30 Héraðssaksóknari hefur sótt um aukafjármagn vegna Samherjarannsóknarinnar og ætlar ríkisstjórnin að verða við því að sögn fjármálaráðherra. Staða sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið rædd innan Sjálfstæðisflokksins. Embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á Samherja eftir umfjöllun Kveiks þann 12. nóvember. Sama dag fór Jóhannes Stefánsson sem sagði frá viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibiu í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sótti um aukafjármagn vegna rannsóknarinnar þann 21. nóvember. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að við þessu verði brugðist. „Bréf héraðsaksóknara er dagsett 21. nóvember sem er örfáum dögum fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Undir venjulegum kringumstæðum tökum við við slíkum beiðnum á vorin þannig að þetta er að koma fram ótrúlega seint. Við getum engu að síður brugðist við og embættið er búið að setja fram sínar hugmyndir um fjárþörfina og við munum geta brugðist við því,“ segir Bjarni. Aðspurður um hversu mikið fjármagnið verður sagði hann ekki tímabært að svara því. Þá fá skattayfirvöld einnig aukafjármagn vegna rannsóknar á Samherja. „Skattrannsóknarstjóri og ríkiskattstjóra hafa haft samráð með hvernig embættin geta sameinað krafta sína í þessari rannsókn og við munum styðja við þá með þeim sjóðum sem við höfum fyrir embættin,“ segir Bjarni. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu var leystur úr haldi lögreglu í dag eftir að samþykkt var að ógilda handtökutilskipun á hendur honum samkvæmt namibískum fjölmiðlum. Þá hafa lögregluyfirvöld í Namibíu sent frá sér handtökutilskipun á fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og tvo aðra sem tengjast málinu. Loks kom fram hjá RÚV að spillingarlögreglan í Namibíu hafi lýst yfir að öll gögn sem hafi verið skoðuð í Samherjamálinu bendi til þess að mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi verið framin. Hér á landi var efnt til mótmæla á Austurvelli í gær og þess krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér vegna málsins. Bjarni segir að staða sjávarútvegsráðherra hafi ekki verið rædd í Sjálfstæðisflokknum. „Þess er krafist að það verði samin ný stjórnarskrá, þess er krafist að Kristján Þór víki hann segi af sér það er krafa sem beinist að honum. Ég sé ekki að það sé neitt fram komið sem að bendlar hann við þessi brot sem rætt er um og hans staða hefur ekki verið sérstaklega til umræðu,“ segir Bjarni. Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur sótt um aukafjármagn vegna Samherjarannsóknarinnar og ætlar ríkisstjórnin að verða við því að sögn fjármálaráðherra. Staða sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið rædd innan Sjálfstæðisflokksins. Embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á Samherja eftir umfjöllun Kveiks þann 12. nóvember. Sama dag fór Jóhannes Stefánsson sem sagði frá viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibiu í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sótti um aukafjármagn vegna rannsóknarinnar þann 21. nóvember. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að við þessu verði brugðist. „Bréf héraðsaksóknara er dagsett 21. nóvember sem er örfáum dögum fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Undir venjulegum kringumstæðum tökum við við slíkum beiðnum á vorin þannig að þetta er að koma fram ótrúlega seint. Við getum engu að síður brugðist við og embættið er búið að setja fram sínar hugmyndir um fjárþörfina og við munum geta brugðist við því,“ segir Bjarni. Aðspurður um hversu mikið fjármagnið verður sagði hann ekki tímabært að svara því. Þá fá skattayfirvöld einnig aukafjármagn vegna rannsóknar á Samherja. „Skattrannsóknarstjóri og ríkiskattstjóra hafa haft samráð með hvernig embættin geta sameinað krafta sína í þessari rannsókn og við munum styðja við þá með þeim sjóðum sem við höfum fyrir embættin,“ segir Bjarni. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu var leystur úr haldi lögreglu í dag eftir að samþykkt var að ógilda handtökutilskipun á hendur honum samkvæmt namibískum fjölmiðlum. Þá hafa lögregluyfirvöld í Namibíu sent frá sér handtökutilskipun á fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og tvo aðra sem tengjast málinu. Loks kom fram hjá RÚV að spillingarlögreglan í Namibíu hafi lýst yfir að öll gögn sem hafi verið skoðuð í Samherjamálinu bendi til þess að mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi verið framin. Hér á landi var efnt til mótmæla á Austurvelli í gær og þess krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér vegna málsins. Bjarni segir að staða sjávarútvegsráðherra hafi ekki verið rædd í Sjálfstæðisflokknum. „Þess er krafist að það verði samin ný stjórnarskrá, þess er krafist að Kristján Þór víki hann segi af sér það er krafa sem beinist að honum. Ég sé ekki að það sé neitt fram komið sem að bendlar hann við þessi brot sem rætt er um og hans staða hefur ekki verið sérstaklega til umræðu,“ segir Bjarni.
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira