Segir að gefin svör geri lítið úr starfsemi þjóðaröryggisráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. nóvember 2019 07:30 Fyrsti fundur þjóðaröryggisráðs var haldinn í maí 2017 og í því sitja ellefu fulltrúar. Fréttablaðið/Eyþór Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“ Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira