Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Fjallað var um mál Margrétar Lillýjar í fréttaskýringarþættinum Kompás í gær og rætt verður við bæjarstjóra Seltjarnarness í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og segir að semja eigi um miskabætur.

Í fréttum Stöðvar 2 fjöllum við líka um mál fjölskyldu sem krefur Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna ólöglegra inngripa barnaverndar í líf hennar. Íslenska ríkið hefur þegar greitt bætur vegna málsins en borgin hafnar bótakröfu.

Þá kynnum við okkur mál þriggja Bandaríkjamanna sem leystir voru úr haldi í nótt eftir að dómur yfir þeim var ógiltur, en mennirnir höfðu setið í fangelsi í 36 ár.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×