Félagsmálaráðherra boðar vaxtalaus hlutdeildarlán Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 19:54 Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs. Húsnæðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Húsnæðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira