Réðst á konu í hesthúsi og gerði gat á höfuð hennar með skeifu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:59 Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira