Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 14:02 Stefán Einar Stefánsson á baráttufundi verkamanna þegar hann var formaður VR. Hann vandar ekki formanni stéttarfélags blaðamanna kveðjurnar í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira