Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pair leyfum á síðustu árum, sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem það dvelur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður greint frá bið fólk eftir sálfræðingum víða um land. Biðin er frá nokkrum vikum upp í heilt ár.

Fjallað verður um unglingadrykkju á höfuðborgarsvæðinu, vísbendingar eru um að drykkjan sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur til að mynda fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×