Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Það að dvalarleyfi innflytjendakvenna á Íslandi sé bundið við maka eða vinnuveitanda er í mörgum tilvikum uppspretta andlegs eða líkamlegs ofbeldis. Erlendar konur sem eiga íslenskan maka eru oft í verstu aðstæðunum, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þar kynnum við okkur líka sjónarmið hóps sem telur landfyllingu á Laugarnestanga fara gegn verndaráætlun um svæðið og verðum í beinni útsendingu með spenntum grunnskólanemum sem keppa til úrslita í hæfileikakeppninni Skrekk í kvöld.

Loks hittum við listakonu sem hreiðrað hefur um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. Hún nýtir það sem aðrir henda og nýtir raunar allt- þar með talið ömmu sína!

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.