Innlent

NATO ekki heiladautt en þarf að aðlagast breyttum aðstæðum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sir Stuart Peach, formaður hermálanefndar NATO.
Sir Stuart Peach, formaður hermálanefndar NATO. Vísir/Baldur
Atlantshafsbandalagið er ekki heiladautt en þarf að aðlagast breyttum aðstæðum. Þetta segir formaður hermálanefndar bandalagsins.Emmanuel Macron Frakklandsforseti vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann sagði í viðtali við The Economist að Atlantshafsbandalagið, NATO, væri við það að verða heiladautt. Forsetinn sagði Evópuríki ekki lengur getað treyst á að Bandaríkin verndi sig. Evrópa þurfi þess í stað að skapa sér stöðu sem samheldið heimsafl. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og sögðust margir vera ósammála, til að mynda Angela Merkel Þýskalandskanslari.Hinn breski Stuart Peach, formaður hermálanefndar NATO, var ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs í Norræna húsinu í dag. Hann sagði að nú, sjötíu árum frá stofnun NATO, ynni bandalagið stöðugt að því að aðlagast nýjum ógnum og breyttu umhverfi. Þörf væri á samstöðu þvert yfir Atlantshafið.„NATO heldur áfram að aðlagasig að heiminum, það er mitt svar [við ummælum Macrons]. Hluti af þessu aðlögunarferli er að þakka bandamönnum okkar í Bandaríkjunum og Kanada fyrir sitt fjölbreytta framlag,“ segir Peach.Peach segir þátttöku Íslands í NATO mikilvæga svo hægt sé að tryggja öryggi á Norður-Atlantshafi. „Smá einstaklingsframlög Íslendinga til Atlantshafsbandalagsverkefna eru afar mikilvæg. Við munum halda áfram að vinna með íslenskum yfirvöldum að því að aðlaga okkur nýjum ógnum og áskorunum.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.