Starfsfólki á Reykjalundi létt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 14:00 Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Vísir/Sigurjón Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði