Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla.

Við skoðum þetta nánar í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og ræðum við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, í beinni útsendingu.

Einnig verður fjallað um tillögu sem skóla- og frístundaráð samþykkti í dag, en hún felur meðal annars í sér lokun Kelduskóla Korpu, þrátt fyrir hörð mótmæli foreldra og nemenda. 

Við kynnum okkur líka nýja úttekt en samkvæmt henni eru verulegir annmarkar á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.