Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.

Rætt verður við Eyþór um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við verðum einnig í beinni útsendingu með bæjarstjóra Akureyrar um Samherjamálið. Fyrirtækið er stór vinnuveitandi á svæðinu og málið hefur því mikil áhrif á samfélagið. Þá verður rætt við Evu Joly sem segir óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun um málefni fyrirtækisins. Slíkt yrði ekki liðið í öðrum löndum.

Einnig verður fjallað um verkfallsaðgerðir blaðamanna í dag, nýtt hverfaskipulag í borginni og margt fleira.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.