Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa sprautað sig með kókaíni. Lögregla og læknar á Vogi merkja aukningu á þeim sem sprauta sig með efninu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar verður einnig viðtal við dómsmálaráðherra sem telur að Íslendingar þurfi að hugsa refsistefnu sína í fíkniefnamálum upp á nýtt. Núverandi nálgun virki ekki og hægt væri að bjarga mannslífum með mannúð að leiðarljósi. Einnig verður rætt við þingmann Vinstri Grænna sem óskaði eftir fundi í atvinnuveganefnd Alþingis vegna Samherjamálsins. Tveir ráðherrar hafa verið boðaðir á fundi þingnefnda.

Þá verður fjallað um brunann á Akureyri og nýja brú yfir Ölfusá auk þess sem við kynnum okkur steindan glugga í höfuðkirkju Skotlands sem hannaður var af Íslendingi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.