„Elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2019 12:30 Lára Ágústa og Hjörtur í vöffluboði í Dúfnahólum. Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta. Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta.
Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira