Lífið

Lærðu hjúkrun og jarðfræði en starfa bæði sem kúabændur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson búa í Litla-Dunhaga í Hörgárdal.
Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson búa í Litla-Dunhaga í Hörgárdal. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Þau Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson á bænum Litla-Dunhaga eru handhafar umhverfisverðlauna Hörgársveitar í ár. Þau eiga tvö ung börn, einbeita sér að kúabúskap og eru með milli fimmtíu og sextíu mjólkandi kýr í róbótafjósi. 

Hvorugt þeirra hefur þó búfræðimenntun. Hún lærði hjúkrunarfræði og hann jarðfræði en bæði hafa valið að starfa fremur við mjólkurframleiðsluna.

Þau sögðu frá lífinu í Hörgárdal í þættinum Um land allt á Stöð 2 í gærkvöldi. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15.30 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. 

Hér má sjá kaflann frá Litla-Dunhaga:


Tengdar fréttir

Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans

Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×