Lífið

Lærðu hjúkrun og jarðfræði en starfa bæði sem kúabændur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson búa í Litla-Dunhaga í Hörgárdal.
Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson búa í Litla-Dunhaga í Hörgárdal. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Þau Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson á bænum Litla-Dunhaga eru handhafar umhverfisverðlauna Hörgársveitar í ár. Þau eiga tvö ung börn, einbeita sér að kúabúskap og eru með milli fimmtíu og sextíu mjólkandi kýr í róbótafjósi. 

Hvorugt þeirra hefur þó búfræðimenntun. Hún lærði hjúkrunarfræði og hann jarðfræði en bæði hafa valið að starfa fremur við mjólkurframleiðsluna.

Þau sögðu frá lífinu í Hörgárdal í þættinum Um land allt á Stöð 2 í gærkvöldi. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15.30 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. 

Hér má sjá kaflann frá Litla-Dunhaga:


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.