Lífið

Play á vörum Íslendinga: „Starfsmenn munu kalla sig Playboys og Playgirls“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nýja flugfélagið Play var kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í Perlunni í morgun.
Nýja flugfélagið Play var kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í Perlunni í morgun.

Aðstandendur nýs íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlunni í dag áform flugfélagsins voru kynnt. Fundurinn hófst klukkan 10:30 og Vísir sýndi beint frá honum.

Að nýja flugfélaginu standa einstaklingar sem áður störfuðu hjá WOW air, sem fór í þrot í lok mars síðastliðinn.

Flugfélagið hefur til þessa gengið undir nafninu WAB, sem stendur fyrir We Are Back eða „Við höfum snúið aftur“, og vísar þar til hins fallna flugfélags. Á fundinum var tilkynnt að nýtt nafn flugfélagsins verði Play.

Mikill áhugi er á nýja flugfélaginu en á fundinum kom í ljós að félagið myndi hefja sölu á flugferðum í þessum mánuði. Bæði verða til sölu flugferðir til Evrópu og vestur um haf. 

Íslendingar hafa greinilega skoðun á nýja flugfélaginu og þá virðist nafnið hafa vakið mikla athygli eins og sjá má í umræðunni á Twitter.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.