Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem komu West Brom á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

West Brom tyllti sér á topp ensku B-deildarinnar með 0-2 útisigri á Stoke City í gær.

West Brom hefur aðeins tapað einum af fyrstu 15 leikjum sínum í B-deildinni og er með 30 stig á toppnum. Þar á eftir koma Preston, Leeds United og Swansea City, öll með 28 stig.

Það gengur hins vegar hvorki né rekur hjá Stoke sem er á botni deildarinnar með átta stig, sex stigum frá öruggu sæti. Nathan Jones var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra í síðustu viku og Stoke hefur ekki enn fundið eftirmann hans.

Matt Phillips kom West Brom yfir á 8. mínútu í leiknum á Bet365 vellinum í gær og gestirnir leiddu í hálfleik, 0-1. Phillips er markahæsti leikmaður West Brom á tímabilinu með sex mörk.

Á 69. mínútu skoraði Hal Robson-Kanu svo annað mark West Brom úr vítaspyrnu og gulltryggði sigur gestanna.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.