Sveitarfélög LED-væða ljósastaura næstu árin Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. nóvember 2019 06:15 Led ljósastaurar á Hringbraut Fréttablaðið Sveitarfélögin vinna nú að því að LED-væða ljósastaura. Reykjavík áætlar að verkefninu ljúki á fimm árum og Akureyringar ætla því fimm til átta ár. LED-lamparnir þýða mun betri stýring og viðhald. Hver lampi borgar sig upp á sex til sjö árum. Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að RARIK sem hafi haft umsjá með ljósastaurum í mörgum sveitarfélögum sé að færa þeim þá aftur. Alls eru um 81 þúsund staurar í landinu. „Sveitarfélögin hafa þurft að taka ákvörðun um að skipta yfir í LED og mér, sem áhugamanni um orkusparnað, finnst mikilvægt að þau nýti tækifærið nú þegar þau eru að fá þá í fangið,“ segir hann. Að sögn Sigurðar hefur LED augljósa kosti. Ekki aðeins orkusparnað upp á um 70 prósent, heldur einnig langtum minni viðhaldsþörf, vinnusparnað og betri endingu. Í flestum núverandi staurum þarf að skipta um perur á 3 til 5 ára fresti, en LED-perur duga í áratugi. Annar kostur er betri stýring stauranna, bæði á styrk og hvert ljósinu er beint. „Hægt er að deyfa ljósið þegar fáir eru á ferð eða lýsa eftir skynjurum,“ segir Sigurður. LED-væðing Reykjavíkurborgar er komin af stað að sögn Ársæls Jóhannssonar, verkefnastjóra. Hópur skipaður af borgarstjórn er nú að fara yfir tillögur þverfaglegrar nefndar um ljósvist. Býst Ársæll við því að þetta verði tilkynnt sem stefna borgarinnar eftir áramót. „Við erum búin að setja upp 2.200 LED-lampa í Fossvoginum og í Vesturbænum eru komnir um 600 lampar með gamaldags útliti. Þá erum við einnig í lokaútboðsferli varðandi lampa í Efra-Breiðholti og Seljahverfi sem á að skipta út í heild sinni,“ segir Ársæll. Alls eru tæplega 30 þúsund ljósastaurar í Reykjavík. Borgin sjálf hefur umsjón með 24 þúsund staurum en Vegagerðin sex þúsund. „Við gerðum nýlega samantekt á þessu og áætlum að LED-væðingin klárist á fimm árum. Í útboði gerum við kröfu um 100 þúsund logtíma, sem er um 25 ár.“ Reykjavíkurborg kaupir alla LED-lampa með ákveðnum tengli sem gerir kleift að eiga samtal við staurinn. Hægt er að fylgjast með ástandi lampans í rauntíma og hann lætur vita af bilunum. „Við þurfum ekki lengur að vera að kveikja á heilu hverfunum og keyra um til að finna ónýtar perur. Þetta breytir öllu verkferlinu,“ segir Ársæll. Helsti ókosturinn við LED er að startkostnaðurinn er nokkuð hár, en skipta þarf um allan kúpulinn á staurnum. Gert er þó ráð fyrir að þetta borgi sig upp á sex til sjö árum. Í Hafnarfirði þar sem LED-væðing hófst í mars árið 2018 fyrir 5.900 staura, var gert ráð fyrir að hver lampi kostaði á bilinu 30-50 þúsund krónur. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar, segir að búið sé að setja upp lampa í nokkrum hverfum og stefnt að því að klára LED-væðinguna á fimm til átta árum. „Við fáum markvissari og sumir segja betri lýsingu. Til dæmis getum við beint ljósinu beint niður og þá verður minni ljósmengun,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Sveitarfélögin vinna nú að því að LED-væða ljósastaura. Reykjavík áætlar að verkefninu ljúki á fimm árum og Akureyringar ætla því fimm til átta ár. LED-lamparnir þýða mun betri stýring og viðhald. Hver lampi borgar sig upp á sex til sjö árum. Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að RARIK sem hafi haft umsjá með ljósastaurum í mörgum sveitarfélögum sé að færa þeim þá aftur. Alls eru um 81 þúsund staurar í landinu. „Sveitarfélögin hafa þurft að taka ákvörðun um að skipta yfir í LED og mér, sem áhugamanni um orkusparnað, finnst mikilvægt að þau nýti tækifærið nú þegar þau eru að fá þá í fangið,“ segir hann. Að sögn Sigurðar hefur LED augljósa kosti. Ekki aðeins orkusparnað upp á um 70 prósent, heldur einnig langtum minni viðhaldsþörf, vinnusparnað og betri endingu. Í flestum núverandi staurum þarf að skipta um perur á 3 til 5 ára fresti, en LED-perur duga í áratugi. Annar kostur er betri stýring stauranna, bæði á styrk og hvert ljósinu er beint. „Hægt er að deyfa ljósið þegar fáir eru á ferð eða lýsa eftir skynjurum,“ segir Sigurður. LED-væðing Reykjavíkurborgar er komin af stað að sögn Ársæls Jóhannssonar, verkefnastjóra. Hópur skipaður af borgarstjórn er nú að fara yfir tillögur þverfaglegrar nefndar um ljósvist. Býst Ársæll við því að þetta verði tilkynnt sem stefna borgarinnar eftir áramót. „Við erum búin að setja upp 2.200 LED-lampa í Fossvoginum og í Vesturbænum eru komnir um 600 lampar með gamaldags útliti. Þá erum við einnig í lokaútboðsferli varðandi lampa í Efra-Breiðholti og Seljahverfi sem á að skipta út í heild sinni,“ segir Ársæll. Alls eru tæplega 30 þúsund ljósastaurar í Reykjavík. Borgin sjálf hefur umsjón með 24 þúsund staurum en Vegagerðin sex þúsund. „Við gerðum nýlega samantekt á þessu og áætlum að LED-væðingin klárist á fimm árum. Í útboði gerum við kröfu um 100 þúsund logtíma, sem er um 25 ár.“ Reykjavíkurborg kaupir alla LED-lampa með ákveðnum tengli sem gerir kleift að eiga samtal við staurinn. Hægt er að fylgjast með ástandi lampans í rauntíma og hann lætur vita af bilunum. „Við þurfum ekki lengur að vera að kveikja á heilu hverfunum og keyra um til að finna ónýtar perur. Þetta breytir öllu verkferlinu,“ segir Ársæll. Helsti ókosturinn við LED er að startkostnaðurinn er nokkuð hár, en skipta þarf um allan kúpulinn á staurnum. Gert er þó ráð fyrir að þetta borgi sig upp á sex til sjö árum. Í Hafnarfirði þar sem LED-væðing hófst í mars árið 2018 fyrir 5.900 staura, var gert ráð fyrir að hver lampi kostaði á bilinu 30-50 þúsund krónur. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar, segir að búið sé að setja upp lampa í nokkrum hverfum og stefnt að því að klára LED-væðinguna á fimm til átta árum. „Við fáum markvissari og sumir segja betri lýsingu. Til dæmis getum við beint ljósinu beint niður og þá verður minni ljósmengun,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira