Lífið

Verkefni í skólanum endaði sem stuttmynd með Benna í aðalhlutverki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin vakti mikla athygli og bauð fjölskyldan í frumsýningarpartý. Myndin var einnig sýnd í skólanum.
Myndin vakti mikla athygli og bauð fjölskyldan í frumsýningarpartý. Myndin var einnig sýnd í skólanum.
Sex ára sonurinn leikstýrði og barðist við vonda kallinn, tíu ára dóttirin samdi tónlistina, pabbinn klippti myndina og mamman stjórnaði. Já, í stað þess að horfa bara á skemmtilega mynd eins og Batman-Lego myndina, gerði fjölskyldan aðra útgáfu með yngsta fjölskyldumeðlimnum, Lego-Benna Batman, í aðalhlutverki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjölskyldan gerir mynd saman og ekki síðasta.

Benjamín fékk verkefni í skólanum þar sem hann átti að skrifa sögu. Hann vantaði einhvern innblástur til að skrifa upp sögu og var hann sjálfur í vandræðum með að byrja. Þá lofaði faðir hans honum að ef hann myndi klára söguna fengi hann kvikmynd í staðinn þar sem sagan yrði handritið.

Daða Guðjónsson, faðir Benjamín, klippti myndina, Árelía Daðadóttir, dóttir Daða, samdi alla tónlistina og Benjamín Árni Daðason fór með aðalhlutverkið, Benni Batman. Rætt var við fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×