Innlent

Flugvél í vandræðum milli Íslands og Grænlands

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vélin missti mótór á milli Íslands og Grænlands en lenti heilu og höldnu í Narsarsuaq, sem merkt er með rauðu á korti.
Vélin missti mótór á milli Íslands og Grænlands en lenti heilu og höldnu í Narsarsuaq, sem merkt er með rauðu á korti. Skjáskot/google maps

Tveggja hreyfla flugvél missti mótor á hafsvæðinu á milli Íslands og Grænlands. Landhelgisgæslunni var gert viðvart og var einn um borð í vélinni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði flugstjóri vélarinnar lýst yfir neyðarástandi. Vélin flaug meðfram strönd Grænlands í átt að Narsarsuaq, á suðurhluta Grænlands, þar sem hún lenti heil og höldnu nú á öðrum tímanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.