Lífið

Innlit í glæsilega þakíbúð ríkasta manns heims á Manhattan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bezos er metinn á mörg þúsund milljarða.
Bezos er metinn á mörg þúsund milljarða.

Jeff Bezos, forstjóri Amazon, er langefstur á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Hann er fyrsti maðurinn í sögu listans sem metinn er á meira en 100 milljarða dollara.

Alls eru eigur Bezos metnar á 110 milljarða dollara, um þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Bezos stofnaði Amazon árið 1994 en fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár.

Bezos á stórglæsilega þakíbúð við Fifht Avenue á Manhattan í New York. Íbúðin er á besta stað á eyjunni en eignin er um 460 fermetrar að stærð. Útisvæðið við íbúðina er jafnstórt og íbúðin sjálf.

Fasteignasalinn Roh Habibi fékk að skoða eignina í sumar en hún er metin á 63 milljónir dollara eða því sem samsvarar 7,8 milljarða íslenskra króna.

Bezos hefur greinilega komið sér vel fyrir eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.