Lífið

Orri Páll selur einbýli í Skerjafirði á 139,9 milljónir

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Til eru samþykktar teikningar á stækkun hússins upp í 347 fermetra.
Til eru samþykktar teikningar á stækkun hússins upp í 347 fermetra. Fasteignaljósmyndun.is
Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari Sigurrósar hefur sett einbýlishús sitt í Skerjafirði á sölu. Eignin er 270,6 fermetrar að stærð og er ásett verð 139,9 milljónir. Húsið er skráð á Orra Pál og fyrrverandi eiginkonu hans.Húsið er á Reykjavíkurvegi 27 í Reykjavík og er nokkuð endurnýjað. Samkvæmt fasteignavef Vísis er aukaíbúð og tveir bílskúrar í húsinu. Húsið er á  fjórum hæðum, steyptur kjallari og þrjár hæðir úr timbri, klætt bárujárni, byggt 1928. Fasteignamatið er 118.600.000.Í lýsingu segir að húsið bjóði upp á ýmsa útfærslumöguleika. Til eru samþykktar teikningar á stækkun hússins upp í 347 fermetra, en hluti stækkunarinnar hefur nú þegar farið fram þegar hæð var bætt ofan á húsið.

Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is

Tengdar fréttir

Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli

Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna.

Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs

Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.