Sport

Myndataka ársins í bandarískum íþróttum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cordarrelle Patterson.
Cordarrelle Patterson. Getty/Nuccio DiNuzzo

Cordarrelle Patterson skoraði geggjað snertimark í NFL-deildinni í gær eftir 102 jarda sprett upp allan völlinn en þetta hlaup hans með boltann náðist einstaklega vel á eina myndavél á vellinum.

Bandaríkjamenn voru fyrstir til að setja upp svokallað skývél á íþróttakappleikjum sínum og þær vélar bjóða oft sjónvarpsáhorfandanum að komast mjög nálægt því sem er að gerast inn á vellinum.

Myndatökumennirnir hafa lært betur og betur á að fara nálægt með vélarnar án þess að trufla það sem er í gangi inn á vellinum.Skývélin gerði frábæra hluta í gær þegar Cordarrelle Patterson skoraði eftirminnilegt snertimark eftir að hafa hlaupið upp allan völlinn.

Cordarrelle Patterson er leikmaður Chicago Bears og skoraði fyrstu stig síns í leiknum á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints endaði á að vinna leikinn en Patterson átti eftirminnilegustu tilþrifin.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig snertimarkið hans sást í skývélinni og það er ekkert skrítið þótt að einhverjir séu farnir að tala um myndatöku ársins í bandarískum íþróttum.


NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.