Lífið

Draumur Sóla varð að veruleika þegar hann fékk að taka Stjórnarsyrpu með Siggu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga og Sóli fóru á kostum.
Sigga og Sóli fóru á kostum.

Sóli Hólm er gríðarlega mikill aðdáandi Stjórnarinnar og læt hann draum sinn verða að veruleika á föstudagskvöldið þegar hann tók nokkur vel valin lög með Siggu Beinteins í spjallþætti Gumma Ben.

Sóli lék á hljómborðið og söng með Sigríði og það er alveg hægt að segja að Sólmundur hafi ekki gefið Grétari Örvarssyni neitt eftir með sinni frammistöðu.

Hér að neðan má sjá Stjórnarsyrpu frá þættinum á föstudagskvöldið.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.