Lífið

Johansson, Fallon og Buttigieg grilluðu hvort annað í satt eða logið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alltaf góður leikur.
Alltaf góður leikur.
Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend og frambjóðandi í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, leikkonan Scarlett Johansson og spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon fóru í leikinn skemmtilega satt eða logið í spjallþætti þess síðastnefnda á dögunum.

Útkoman var nokkuð spaugileg og voru yfirheyrslurnar nokkuð aðgangsharðar. Þar kom meðal annars í ljós að Scarlett Johansson var stungin af marglitu í andlitið árið 2009.

Fallon reyndi að ljúga sig út úr því að hann hefði bjargað Jerry Seinfeld einn daginn þegar hann hafði næstu því kafnað.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×