Kosning um íslenskt nafn á fjarlægu sólkerfi hafin Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 09:55 Nafnasamkeppnin er opin löndum með tengilið við Alþjóðasamband stjarnfræðinga og þeim sem sækja um að vera með. Reikistjarnan sem Íslendingar fá úthlutað er ólík þeirri á teikningunni hér. Þar er ekkert fast yfirborð. Alþjóðasamband stjarnfræðinga Hekla, Funi, Edda og Álfröðull eru á meðal þeirra nafna sem Íslendingar hafa lagt til fyrir sólkerfi í meira en 200 ljósára fjarlægð. Kosning um sjö nafnatillögur er hafin og stendur fram í miðjan nóvember. Í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga (IAU) gaf það almenning í fjölda landa tækifæri til að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum sem hafa verið uppgötvuð undanfarinn aldarfjórðung. Íslendingum var úthlutað stjörnunni HD109246 og reikistjörnu hennar HD109246b í stjörnumerkinu Drekanum. Landsnefnd á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og Stjörnufræðivefsins sem halda utan um verkefnið á Íslandi valdi sjö tillögur úr þeim sem bárust. Kosið er nú á milli þeirra og verður netkosningin opin til miðnættis 14. nóvember. Sú tillaga sem verður ofan á verður send IAU til staðfestingar en tilkynnt verður formlega um ný nöfn sólkerfa í desember.Tillögurnar og rökstuðningur með þeim er eftirfarandi (fyrra nafnið er á stjörnunni, það síðara á reikistjörnunni):Hekla og Katla: Tvö þekktustu eldfjöllin á Íslandi. Vísa til jarðfræði Íslands og samband manns og náttúru. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi mætti nefna þær eftir öðrum eldstöðvum t.d. Öskju.Funi og Fold: Stutt og falleg íslensk orð sem eru auðveld í framburði tungumála. Funi merkir eldur og Fold merkir jörð sem vísar til stjörnu og reikistjörnu.Oddi og Flatey: Til heiðurs fyrsta íslenska stjörnufræðingnum, Stjörnu-Odda, sem mældi sólargang og reiknaði tímatal á 12. öld. Nafn reikistjörnunnar er kennt við annan þeirra staða á Norðausturlandi þar sem vitað er að hann hugði að stjörnum. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi má nefna þær eftir öðrum eyjum við Ísland: Grímsey, Viðey, Surtsey o.s.frv.Álfröðull og Hoddmímir: Álfröðull er fornt sólarheiti; nafnið vísar til álfa sem eru litlir og ósýnilegir þannig að sól sem ekki sést með berum augum er réttilega nefnd Álfröðull. Í holti Hoddmímis leynast tveir menn sem lifa af Surtaloga ragnaraka og „hafa morgundöggina fyrir mat“ eftir því sem segir í Gylfaginningu.Sindri og Draupnir: Sindri er dvergur úr Eddukvæðum sem var mikill hagleikssmiður og smíðaði meðal annars Mjölni, Draupni og Gullinbursta. Sindri vísar einnig í sögnina að sindra (að glitra/tindra eins og stjörnur).Edda og Gerpla: Sótt í bókmentaarf Íslendinga að fornu og nýju. Tileinkað Snorra Sturlusyni og Halldóri Kiljan Laxness. Ef fleiri reikistjörnur finnast í sólkerfinu mætti nefna þær eftir öðrum bókmenntaverkum.Ljósmóðir og Ljósberi: Falleg íslensk orð. Stjarnan er móðir ljóssins og reikistjarnan fær ljós frá henni í gjöf. Einnig tilvísun í starf ljósmæðra og fegurðina sem er fólgin í fæðingu barns. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar. 27. september 2019 16:09 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hekla, Funi, Edda og Álfröðull eru á meðal þeirra nafna sem Íslendingar hafa lagt til fyrir sólkerfi í meira en 200 ljósára fjarlægð. Kosning um sjö nafnatillögur er hafin og stendur fram í miðjan nóvember. Í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga (IAU) gaf það almenning í fjölda landa tækifæri til að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum sem hafa verið uppgötvuð undanfarinn aldarfjórðung. Íslendingum var úthlutað stjörnunni HD109246 og reikistjörnu hennar HD109246b í stjörnumerkinu Drekanum. Landsnefnd á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og Stjörnufræðivefsins sem halda utan um verkefnið á Íslandi valdi sjö tillögur úr þeim sem bárust. Kosið er nú á milli þeirra og verður netkosningin opin til miðnættis 14. nóvember. Sú tillaga sem verður ofan á verður send IAU til staðfestingar en tilkynnt verður formlega um ný nöfn sólkerfa í desember.Tillögurnar og rökstuðningur með þeim er eftirfarandi (fyrra nafnið er á stjörnunni, það síðara á reikistjörnunni):Hekla og Katla: Tvö þekktustu eldfjöllin á Íslandi. Vísa til jarðfræði Íslands og samband manns og náttúru. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi mætti nefna þær eftir öðrum eldstöðvum t.d. Öskju.Funi og Fold: Stutt og falleg íslensk orð sem eru auðveld í framburði tungumála. Funi merkir eldur og Fold merkir jörð sem vísar til stjörnu og reikistjörnu.Oddi og Flatey: Til heiðurs fyrsta íslenska stjörnufræðingnum, Stjörnu-Odda, sem mældi sólargang og reiknaði tímatal á 12. öld. Nafn reikistjörnunnar er kennt við annan þeirra staða á Norðausturlandi þar sem vitað er að hann hugði að stjörnum. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi má nefna þær eftir öðrum eyjum við Ísland: Grímsey, Viðey, Surtsey o.s.frv.Álfröðull og Hoddmímir: Álfröðull er fornt sólarheiti; nafnið vísar til álfa sem eru litlir og ósýnilegir þannig að sól sem ekki sést með berum augum er réttilega nefnd Álfröðull. Í holti Hoddmímis leynast tveir menn sem lifa af Surtaloga ragnaraka og „hafa morgundöggina fyrir mat“ eftir því sem segir í Gylfaginningu.Sindri og Draupnir: Sindri er dvergur úr Eddukvæðum sem var mikill hagleikssmiður og smíðaði meðal annars Mjölni, Draupni og Gullinbursta. Sindri vísar einnig í sögnina að sindra (að glitra/tindra eins og stjörnur).Edda og Gerpla: Sótt í bókmentaarf Íslendinga að fornu og nýju. Tileinkað Snorra Sturlusyni og Halldóri Kiljan Laxness. Ef fleiri reikistjörnur finnast í sólkerfinu mætti nefna þær eftir öðrum bókmenntaverkum.Ljósmóðir og Ljósberi: Falleg íslensk orð. Stjarnan er móðir ljóssins og reikistjarnan fær ljós frá henni í gjöf. Einnig tilvísun í starf ljósmæðra og fegurðina sem er fólgin í fæðingu barns.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar. 27. september 2019 16:09 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar. 27. september 2019 16:09