Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV til lögreglu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleit í Samherja árið 2012. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá segir ung kona frá reynslu sinni af hefndarklámi í fréttatímanum. Hún segir flesta krakka í grunnskóla hennar hafa tekið þátt í að senda nektarmyndir og -myndskeið af sér. Að lokum var henni hótað með dreifingu myndanna ef hún gengi ekki lengra í myndatökunni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.