Lífið

Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Klemens og Matthías fara mikinn í myndbandinu.
Klemens og Matthías fara mikinn í myndbandinu.
Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf.



Myndbandið er framleitt af Rough Cult og Svikamylla ehf. og það voru þeir Baldvin Vernharðsson og Klemens Hannigan sem leikstýrðu.



Eins og margir muna vakti sveitin mikla athygli víðsvegar um Evrópu þegar hún tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra í Tel Aviv í Ísrael í vor.



Sveitin stefnir á tónleikaferðalag um Evrópu á næsta ári og gengur ferðalagið undir nafninu Europe Will Crumble.



Hér að neðan má sjá myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.