Sigurður Steinar fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 10:47 Sigurður Steinar á síðasta degi sínum í vinnunni fyrir einu og hálfu ári. Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018. Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018.
Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52
Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22