Sigurður Steinar fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 10:47 Sigurður Steinar á síðasta degi sínum í vinnunni fyrir einu og hálfu ári. Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018. Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018.
Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
„Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52
Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22